Biðleikurinn er til kominn vegna þess að ég get ómögulega munað hvaða lag það var sem Mánar enduðu öll sín sveitaböll á. Kannski einhver sem veit gauki því að mér. Mig minnir að það hafi verið Jethro Tull með flautuleik, en er ekki viss.
Biðleikurinn, já...
Það kom upp í hendurnar á mér fundargerð, í tengslum við afmæliskvöldvökuna sem áður er nefnd. Hún er frá því í marz, 1982. Síðan þá erum við búin að ganga í gegnum samkeppnisbrjálæðið allt saman, með tileyrandi hruni, meðal annar þar sem kapítalisminn virkaði ekki í frænda-, kunningja-, vina- og flokksbræðrasamfélaginu.

Sviðið var, að hér voru komi 4 félagsheimili hvert öðru glæsilegra, Aratunga, Borg í Grímsnesi, Árnes í Gnúpverjahreppi og Flúðir í Hrunamannahreppi. Það var blómatími í dægurtónlistarlegu tilliti. Fólk taldist fullorðið og hæft til að fara á dansleiki þegar það var 16 ára.
Allt frá árinu 1966 komu saman tveir fulltrúar frá hverju félagsheimilanna og röðuðu niður helgunum, ekki síst yfir sumarið. Þeir gerðu nú heldur meira en það.
Á fundinum sem ég nefndi var eftirfarandi ákveðið um verðlag:
Miðaverð: kr. 150
Ölflaska: kr. 10
Flatkökur: kr. 15
Brauðsamloka: kr. 20
Fatagæsla: kr. 5 (á flík)
Þarna fundu þessir hagsmunaaðilar þann flöt, að það gæti verið betra fyrir alla aðila að skipta kökunni jafnt á milli sín, frekar en slást um hana.
Ég vil kalla þessa aðferð NÚ MÁ ÉG - NÚ MÁTT ÞÚ aðferðina við að lifa saman. Það væri gaman ef sagnfræðingur tæki sig til og rannsakaði ris of fall sveitaballanna.
Þau voru allavega harla mikilvæg, í mörgu tilliti.
Var lokalagið hjá Mánum ekki Black magic woman með Santana?
SvaraEyðaHarpa Björnsdóttir (sem á margar góðar minningar frá sveitaböllunum......og sætaferðunum frá BSÍ...
Þú sáir efasemdum í huga minn. ÉG get ekki verið viss. Finnst það ekki hafa verið Santana...og þó :)
SvaraEyða