09 október, 2011

Það slapp fyrir sextugt.

Það var fyrir um það bil 50 árum sem leiðir fólksins á myndinni lágu saman í Reykholtsskóla í Biskupstungum.

Eftir talsverð heilabrot áhugamanna um að freista þess að stofna til endurfunda, varð tvennt til þess að af samkundunni varð, með svo gæsilegum hætti sem raunin var:
a. Ef þetta gerðist ekki fyrir 60 ára aldurinn þá væri búið að tapa hópnum inn í starfsemi eldri borgara, en þaðan eiga menn víst ekki afturkvæmt svo glatt.
b. Tilkynnt var um áður óbirtar myndir frá barnaskólaárunum, sem þarna átti að sýna.

Í gær var samkoman góða. Flestir komu, en ekki allir, af ýmsum ástæðum. Gengin spor voru nú orðin nokkuð máð, en með góðum vilja mátti ferðast í tímanum til tíma gleði, leikja, harms, trega og gleymsku.
Þarna voru boðaðir árgangarnir sem fæddust 1952-54, sem hafa af einhverjum undarlegum ástæðum lítið hreyft sig úr stað á öllum þessum árum.
Myndir fyrir áhugasama
Fremri röð f.v. Páll M Skúlason, Ragnhildur Þórarinsdóttir, Geirþrúður Sighvatsdóttir,
Guðrún Hárlaugsdóttir, Kristín Björnsdóttir.
Aftari röð f.v. Sveinn A Sæland, Sigurður Þórarinsson, Pétur Hjaltason, Gunnar Sverrisson,
Ragnar Lýðsson,  Magnús Jónasson, Þorsteinn Þórarinsson.
Þarna vantaði, eftir því sem ég man, sem er líklega ekki alveg rétt, þessi:
Gróa Kristín Helgadóttir, Magnús Kristinsson, Loftur Jónasson,
Hjálmur Sighvatsson, Einar Jóhannsson.

Engin ummæli:

(Ráð)villtur unglingur með bleika plötu

Sýnishorn af plötubunkanum Ég er sennilega einn þeirra sem aldrei náði þeirri stöðu á unglingsárum, að verða svokallaður töffari. Ég var...