05 nóvember, 2011

Dæmir þær úrhrök

Í morgunsárið fór gamli unglingurinn með fyrstu vísuna, ég fann síðan framhaldið með mínum aðferðum.





Ég þekki konur með eld í æðum 
frjálsar í skapi, fyndnar í ræðum,
sem þekkja lífið og lífsins sorgir
en minnast aldrei á brunnar borgir.


Æskan er svívirt og eiðar lognir
en brennumennirnir í burtu flognir.
Heimurinn dæmir þær hyggju spilltar
um nætur bestar, í nautnum villtar.

Dæmir þær úrhrök og einskis virði
og dræpi þær eflaust ef hann þyrði.
"Heimur, skolaðu hendur þínar,
ég þekki sjálfur systur mínar."

Konur sem dansa með dauðann í hjarta.
Þær kunna að elska en ekki að kvarta.
Konur sem hlægja og hylja tárin,
þær brosa fegurst þá blæða sárin

Böðvar Guðjónsson frá Hnífsdal


Nú er ekkert annað fyrir áhugamenn en að velta fyrir sér hvað hér býr að baki.

1 ummæli:

  1. Þetta er eitt yndisljóð og nokkuð auðvelt í mínum huga að ráð í það á tvennan hátt. Best ég liggi ekki á því:

    a) konur sem hafa mætt miklum vonbrigðum, táli og svikum og e.t.v. sérstaklega í ástum og eftirlæti heimsins

    b) konur sem selja aðgang að sér...
    ætla nú ekki að telja upp ástæður hér. EN mér finnst nú samt a) skýringin betri.

    Elsku gamli unglingurinn stendur æ fyrir sínu.

    Helga Ág.... keppir nú ekki við þennan kveðskap með leirnum sínum;)

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...