05 nóvember, 2011

Hvernig fara þau að því að opna þær ekki?

Einu sinni fyrir ævalöngu ætlaði ég að fara að safna frímerkjum, þá undir áhrifum frá Barnablaðinu Æskunni, en þar var einhver Sigurður Þorsteinsson, að mig minnir, með frímerkjaþátt.


Ég byrjaði og svo hætti ég.
Ætli ég hafi ekki komist að þeirri niðurstöðu, að söfnunarárátta væri ekki hluti af persónueiginleikum mínum. Ég hef haldið mig við það síðan og ekki verið sakaður um söfnunaráráttu, nema þá helst þegar fD telur að ég ætti að henda einhverju sem ég tel mig geta haft not af síðar.

Í dag tókum við þátt í safnaradegi með því að skjótast í næstu sveit, þar inn í félagsheimilið, þar sem söfnunarnördarnir voru búnir að koma sýnisgripum sínum fyrir. Yfirleitt var þarna ekki um heil söfn að ræða, en t.d. á pennasafnarinn tæpl. 35000 penna! Ég veit að uglur fG eru talsvert miklu fleiri en þarna voru sýndar (fG fór þá leið að ráða sýningardömur til að sjá um uglurnar fyrir sig - kannski til......æi..ég nenni ekki að spinna það lengra).

Þarna var margt til sýnis: Auglýsingabæklingar fyrir landbúnaðartæki, límmiðar af niðursuðudósum, fuglastyttur, gömul lækningatæki, hnífar, pennar, bjöllur, smáleirtau, silfurskeiðar, krúsir, þjóðbúningadúkkur...og síðast en ekki síst smáflöskur með áfengum drykkjum í - eða það er allavega sagt - ætli það sé nú bara ekki litað vatn í flestum.


Það var allavega bara nokkuð vel varið tímanum sem fór í þessa skoðunarferð.
Fleiri myndir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

It's only words ...

Við erum mörg reið og það hvílir á okkur einhver óviðráðanlegur þungi. Við upplifum vonleysi og varnarleysi. Við reynum að skilja hvernig he...