24 nóvember, 2011

Frekjuþjóð sem býr við félagslegt réttlæti.

Reiðilestur eftir lognmollu að undanförnu.

Við erum dálítið eins og illa uppalinn og óhemju frekur krakki, þessi þjóð. Það er eins og það sé búið að taka af okkur tölvuleikinn, taka af okkur snjallsímann, taka af okkur íspinnann, eða hvað það nú er, skammvinnra gleðigjafa sem við höfum leitað og leitum í. Við erum tækjaóð, nýjungaóð, og réttindaóð. Við þolum ekki þegar eitthvert apparat er að setja okkur einhverjar skorður. Við gerum öfgakenndari kröfur um félagsleg réttindi en flestar aðrar þjóðir. 

Það er einkenni á frekjudósum, að þær sjá ekkert nema naflann á sjálfum sér. Ég á rétt á að fá niðurfellingu, ég á rétt á að geta keypt mér einbýlishús, ég á rétt á að geta farið til útlanda þrisvar á ári. Ef við fáum ekki það sem við teljum okkur eiga rétt á, förum við í fýlu, út í bara einhvern annan en okkur sjálf.

Kannski eigum við að fara að taka mið af því í lífi okkar að hér á landi er félagslegt réttlæti meira en í öðrum löndum. Enn og aftur að einhver útlendingur að segja okkur hvað við höfum það í rauninni gott.  Við erum ótrúlega upptekina af að vorkenna sjálfum okkur og kenna öðrum um hvernig komið er. Við blásum á það hvernig aftur og aftur einhverjir útlendingsvitleysingar þykjast geta sagt okkur hvað við erum heppin að búa hér.

Æ, þessi freka þjóð!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...