17 nóvember, 2011

Andans auður í athugasemdunum

Sagði ég það?


Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert annað enn skipulögð glæpasamtök.
 Mun meiri ástæða til að fjarlæga hyskið úr alþingishúsinu sem er til lítilsvirðingar fyrir þjóðina.
 Ef að það var eina leiðin til að stöðva gerræðisleg vinnubrögð Steingríms, í máli sem hefur fengið sömu baktjaldamakks og bakherbergja afreiðslu og HRUNASTJÓRNIRNAR stunduðu. Þá er ég samþykkur þeim. Þetta hefur jú Steingrímur sjálfur oft stundað. Og enginn sagði neitt þá
 Þeir þingmenn sem voga sér að samþykkja svona vinnubrögð og þora ekki að standa í lappirnar og á sannfæringu sinni, gegn foringja og flokksræðinu eiga ekki heima á Alþingi.
Höfum við Íslendingar ekkert lært frá hruni?
Er skýrsla rannsóknarnefndar endanlega gleymd?
Ætlum við að halda áfram að láta fámennan hóp eiginhagsmunapotara og pólitíkusa, ráðskast með öll fjármál okkar án þess að málin fái EÐLILEGA og LÝÐRÆÐISLEGA umfjöllun.
Og það á ALÞINGI

Hvernig fórum við Íslendingar eiginlega að áður en við fengum í hendur möguleikana sem nú bjóðast, á að tjá okkur opinberlega þannig, að hver sem er getur lesið og dáðst að frumleika okkar, sköpunarkrafti, stórmennsku, og hvaða öðrum jákvæðum eiginleikum sem birtast með spekinni sem út úr okkur flæðir.

Þetta er yndislegra en orð fá lýst. Þarna höfum tækifæri til að stuðla að jákvæðum breytingum á samfélaginu, getum hvatt áfram þá sem setja fram efnilegar hugmyndir, sem miða að því að byggja upp landið okkar og skapa því glæsta framtíð.

Þarna blasir við magnað tækifæri til að gera gott fyrir land og þjóð.

Ég tók af handahófi 5 dæmi úr athugasemdakerfi fréttamiðils - þau eru hér fyrir ofan.

Eftir lestur svona texta líður mér alltaf jafn vel. Það er sensasjón sem ég vil. Ég finn fyrir fullnægingartilfinnigu, og þakka Guði fyrir að það skuli vera til fólk sem getur komið skoðunum mínum svo vel á framfæri fyrir mig. Ég nýt þess að lesa þetta og fæ miklu skýrari sýn að þjóðfélagsmálin. Þarna er á ferðinni gott fólk sem talar með hag okkar allra að leiðarsljósi. Það er nákvæmlega svona fólk sem ég vil að taki við stjórn landsins. Þá myndi sannarlega ekki væsa um okkur, eða.....................................................................................
....................................................................




Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...