13 nóvember, 2011

Það verður að stöðva mig af.

13. nóv. 2011 - 12:10
Þetta er fyrirsögn á Pressunni:
Snjallsímar ógna háskólasamfélaginu: Nemendur ná prófum með hjálp símana -
„Það þarf að stöðva þá af“

Síðn er fjallað um það hverning gamaldags skólakerfið nær ekki að halda í við nútímann, og þar er að finna þessa tilvitnun í "the whistle blowers":

Það er hagur okkar allra, þjóðfélagsins og háskólasamfélagsins, að þeir hæfustu komist áfram og að þeir sem hafa hingað til komist upp með svindl og pretti séu stöðvaðir af.

Jæja, þá braust fram, nánast án þess að ég hefði taumhald á því, innsetning mín hér, í tilefni af dásamlegu þróunarferli íslenskrar tungu.
Kannski var hér vitnað í fíl sem er að reyna að klifra :).


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...