13 desember, 2011

Lituð heyrn

Það virðist vera svo, að nú sé þátturinn magnaði (á ónefndri útvarpsstöð) Reykjavík sídegis, sé kominn í eitt allsherjar stríð við núverandi stjórnvöld í þessu landi. Þeir félagar sem þar ráða för, eða ekki, mega þetta að sjálfsögðu mín vegna.

Í gær, 12. des., ræddu þeir við nýfrelsaðan Lobba, og í dag annan speking, Ólaf Arnarson, sem leit yfir sviðið, með ótrúlega hlutlægum hætti og lýsti því m.a. yfir, að allt okkar besta fólk væri flúið, eða að flýja land. Hversvegna er hann, þessi ofurspekingur, ekki farinn? Eða síðdegismennirnir? Þeir eru hér enn með ónytjungunum og gamalmennunum.

Hvað um það. Það sem sló mig hvað mest í málflutningnum í dag var sú fullyrðing þessa a.....a manns, að það mætti ekki gagnrýna ríkisstjórnina (auðvitað athugasemdalaust af síðdegismanninum) - það kæmi alltaf einhver og slægi niður gagnrýnina.

Ég nálgast nú sennilega að tilheyra gagnslausa gamalmennahópnum sem eftir er, og hef því heyrt margt, en aldrei hef ég heyrt aðra eins gagnrýni á stjórnvöld og undanfarin þrjú ár. Það sem meira er, gagnrýnin sem ég hef heyri, sem daglegan skammt úr fjölmiðlum, er með eindæmum rakalaus og vanstillt.

Það heyra ekki allir eins.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...