Ég ætla ekki að segja að ég hafi sagt þetta þegar ég glaðvaknaði á sjöunda tímanum í morgun. Ég ætla hinsvegar ekki að sverja fyrir að ég hafi ekki hugsað það.
"Þetta er nú bara einhver streita.", er alltaf viðkvæðið hjá fD, og þar hefur hún auðvitað alrangt fyrir sér. Ég reyni að horfa á þessa stöðu talsvert jákvæðari augum.
Ég hef aldrei skilið hversvegna fólk leggur sig á daginn, og leyfir sér að dásama það þessi ósköp. Ég lít á svoleiðis nokkuð sem hreina sóun á dásemdum hins vakandi lífs. Það er á daginn sem allt gerist, öll skynfærin nema umhverfið: augun birtu jólaljósanna, eyrun Ómar Ragnarssona syngjandi jólalag, nefið greinir daufan keim af piparkökubakstri gærdagsins (ég lýg því reyndar), fingurgómarnir nema mýkt hnappanna á lyklaborðinu. Svefninn hefur ekkert af þessu. Það er helst að hann fari með mann um lendur sem eiga fátt sameiginlegt með raunveruleikanum - ég ástundaði í nótt samkennslu þriggja grunnskólabarna í íslensku ásamt öðrum kennara - og ég sé á samskiptasíðu að oddivtann dreymdi tvö eldgos. Það má vel halda því fram, allavega til að rökstyðja það að maður fer á fætur í jólafríi klukkan hálf sjö. að svefn sé mjög ofmetið fyrirbæri.
Þá kemur þetta upp í hugann:
"Macbeth does murder sleep, the innocent sleep,Shakespeare segir svefninn vera saklausan, hann leysi upp flækjur hins daglega lífs, hann sé dauði lífs hvers dags, langþráð baðið eftir erfiði dagsins, áburður á þungan hug, annar rétturinn í máltíð náttúrunnar (annar rétturinn er aðalrétturinn), aðal næringin í veislu lífsins.
Sleep that knits up the ravelled sleeve of care,
The death of each day's life, sore labor's bath,
Balm of hurt minds, great nature's second course,
Chief nourisher in life's feast" (2.2.35-39).
Svefninn er þá, sem sagt, harla miklvægur.
Þar með held ég bara áfram að vaka - þar til ég fer aftur að sofa.
Meira af saklausum svefni
Engin ummæli:
Skrifa ummæli