Margt er skrítið mannheimi í,
margur fær að kenna á því.
Ýmsir konur eignast tvær
en aðra bara vantar þær.
Hamingjan er einum ýfð
en öðrum kær.
Ég hef nú auðvitað innt þann gamla eftir því um hverja er verið að yrkja, en hann hefur löngum ekkert þóst vita um það. Í gær lét hann þó vaða, en ég er ekki viss um það sé rétt af mér að upplýsa um þau nöfn sem þarna er um að ræða. Ég læt því nægja þessu sinni gefa það upp, að um er að ræða karla sem allir áttu heima rétt fyrir neðan miðja sveit, annarsvegar heilmikinn kvennamann (að sögn gamla) með upphafsstafina G.I. en hinsvegar bræður tvo sem aldrei voru kvæntir og jafnvel ekki við konu kenndir, hvað veit ég?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli