26 janúar, 2012

Á sama tíma í Laugarási.

Svona eru dæmigerðar fréttir í morgunsárið:


Kolófært víða, snjóflóðahætta og rafmagnsleysi. VísirHellisheiði, Þrengslavegi og Reykjanesbraut var lokað í gærkvöldi vegna ófærðar og óveðurs. Allar björgunarsveitir á suðvesturhorninu voru kallaðar út í gærkvöldi og hafa ásamt lögreglu aðstoðað fólk í vandræðum í alla nótt. 
Lögreglan á Suðurnesjum fékk um það bil hundrað beiðnir um aðstoð í nótt frá fólki, sem sat fast í bílum sínum. Fjöldi manns, bæði starfsmenn og flugfarþegar hafa hafist við í Leifsstöð í nótt, auk þess sem margir leituðu á hótel í Keflavík og í athvarf sem Rauðikrossinn opnaði í Holtaskóla í Keflavík.

Á Laugarvatni sér ekki milli húsa að sögn heimamanna, og þess vegna er ég heima á þessum morgni.

Á sama tíma er logn í Laugarási.
myndir teknar kl 07:30




1 ummæli:

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...