25 febrúar, 2012

Að spara skósólana


Eitt af því sem lífið getur haft í för með sér, ef maður er heppinn, eru afkvæmi sem stuðla með einhverjum hætti að því að vekja með manni stolt, ekki síst af manni sjálfum, auðvitað fyrir vel unnið verk, en einnig af því hvernig börnin eru að  vinna úr lífi sínu.
Ég hef haft umtalsverða ánægju af því að undanförnu (þessvegna lítið um skriftir hér) að taka þátt með beinum og óbeinum hætti í afskaplega ánægjulegum atburðum í lífi elstu sonanna. Því hef ég gert nokkra grein fyrir hér.
Þá höfum við fD fengið að njóta samvista við Görlitzbúana okkar og það hefur okkur sannarlega ekki leiðst. Milli þess sem við spillum litlum stúlkum, njótum við þess að velta okkur í öllum hamingjuóskunum, sem stráð er yfir okkur hvaðanæva.
Þakklæti okkar til þeirra sem hafa heiðrað okkur Kvisthyltinga með margvíslegum hætti að undanförnu, er ómælt.

Við stefnum áfram á sömu braut, ekki síst þar sem við eigum tvö í viðbót, yngri, sem ætla sér líka að ná glæstum árangri á sínum sviðum.

Allt er þetta nú ágætt og frestar þörf á skókaupum um einhverjar vikur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...