25 febrúar, 2012
Að spara skósólana
Eitt af því sem lífið getur haft í för með sér, ef maður er heppinn, eru afkvæmi sem stuðla með einhverjum hætti að því að vekja með manni stolt, ekki síst af manni sjálfum, auðvitað fyrir vel unnið verk, en einnig af því hvernig börnin eru að vinna úr lífi sínu.
Ég hef haft umtalsverða ánægju af því að undanförnu (þessvegna lítið um skriftir hér) að taka þátt með beinum og óbeinum hætti í afskaplega ánægjulegum atburðum í lífi elstu sonanna. Því hef ég gert nokkra grein fyrir hér.
Þá höfum við fD fengið að njóta samvista við Görlitzbúana okkar og það hefur okkur sannarlega ekki leiðst. Milli þess sem við spillum litlum stúlkum, njótum við þess að velta okkur í öllum hamingjuóskunum, sem stráð er yfir okkur hvaðanæva.
Þakklæti okkar til þeirra sem hafa heiðrað okkur Kvisthyltinga með margvíslegum hætti að undanförnu, er ómælt.
Við stefnum áfram á sömu braut, ekki síst þar sem við eigum tvö í viðbót, yngri, sem ætla sér líka að ná glæstum árangri á sínum sviðum.
Allt er þetta nú ágætt og frestar þörf á skókaupum um einhverjar vikur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Costa Rica (17) Norður í svalann - lok
Frásögnin hefst hér FRAMHALD AF ÞESSU -------------------------------------- Að morgni mánudagsins 24. nóvember lá fyrir, eins og alltaf v...
-
Þegar kynslóðirnar mætast í sameiginlegu verkefni, verður til einhver galdur. Maður eflist í þeirri trú, að framtíðin feli ekki bara í sér ...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
INNGANGUR Janúar er venjulega frekar leiðinlegur mánuður. Ljósadýrð jóla og áramóta frá og ekki lengur lifandi spurningin um að skella sér á...

Engin ummæli:
Skrifa ummæli