Þá vil ég halda því til haga að mér finnst hálf kjánalegt að senda forskrifaðan póst á einhverja stofnun í þágu einhvers málstaðar. Mér finnst almennt það sama um undirskriftalista af hvaða tagi sem er.
En, í gær í blöskurkasti, ákvað ég að slá til, svona einu sinni og sendi eftirfarandi texta, sem væntanlega margir hafa séð, t.d. á síðu Illuga Jökulssonar, á alla fulltrúa á löggjafarsamkundunni:
Kæri þingmaðurÞessu bætti ég við frá sjálfum mér:
Nú stefnir enn einu sinni í að þingið neiti þjóðinni um að segja hug sinn um nýja stjórnarskrá - að þessu sinni með fundartæknilegum aðferðum. Ég tel þetta brot á rétti mínum sem þegn í þessu ríki og krefst þess að þingið taki sig tafarlaust saman og virði rétt umbjóðenda sinna.
Hér gildir einu hvort þú sért í stjórn eða stjórnar- andstöðu - þú átt að berjast fyrir mínum hag og réttindum en ekki skýla þér bak við formsatriði.
Reglurnar sem þú vinnur eftir eru nefnilega skrifaðar fyrir mig, en ekki til að klekkja á pólitískum andstæðingum þínum.
Virðing mín fyrir þér og þinginu mínu, sem þú situr í fyrir mína hönd, mun taka stakkaskiptum hljóti þessi bón hljómgrunn hjá þér.
Virðingarfyllst
Páll M Skúlason
es. Ég veit, því miður, að hluti ykkar mun í engu sinna þessu erindi mínu, af ástæðum, sem ég tel mig vita um. Ástæður þeirra ykkar, sem standa í vegi fyrir því að Alþingi Íslendinga fái starfað í þágu þjóðarinnar, hafa fátt með þjóðarhag að gera, og það er miður.Viti menn, ég fékk tiltölulega fljótlega eftirfarandi, staðlað svar:
Við ykkur sem takið þennan pól í hæðina, hef ég fátt að segja. Finnst leitt að virðing ykkar fyrir almannahagsmunum skuli ekki vera meiri en raun ber vitni.
Kæri viðtakandi.Auðvitað svaraði ég þessu, og með þessum hætti:
Einhver misskilningur er á ferðinni. Það mál sem nú er rætt á alþingi snýst EKKI um kosningu um nýja stjórnarskrá. Tillagan er um að kanna hug kjósenda til nokkurra spurninga og niðurstaðan úr könnuninni er ekki á nokkurn hátt bindandi fyrir alþingi eða aðra sem kunna að koma að breytingum á stjórnarskrá. Þess má geta að þessi óbindandi könnun gæti kostað í krinum 250 milljónir króna.
Ég lít svo á að þegar alþingi hefur unnið sína vinnu og skilar fullbúnu frumvarpi að stjórnarskrá þá eigi þjóðin að taka afstöðu til þess í kosningum.
Kær kveðja,
Gunnar Bragi Sveinsson
Sæll Gunnar Bragi og þakka þér fyrir svarið.Þetta svar fékk ég einnig:
Það er leitt að þú teljir mig, sem kjósanda í þessu landi, vera að misskilja eitthvað sem glymur í eyrum mér dag eftir dag, meira til gremju en annars. Þetta er einmitt dálítið sá taktur sem sleginn hefur verið eða gripið hefur verið til, þegar talin er þörf á að hindra eða tefja framgang mála - orðhengilsháttur, kallast það.
Mér þykir vænt um og þakka það, að þú skulir ekki skella því framan í mig að sendingin frá mér hafi verið "með eindæmum vanhugsuð og ámælisverð firra".
Svar þitt minnir sem sagt á umræðuna eins og hún hefur verið, af hálfu ykkar, sem betur leituðuð leiða til að vinna með en á móti - en það má víst auðvitað ekki þegar menn eru í stjórnarandstöðu.
Síðustu ár hefur fólk tekið upp á því að skrifa orðið Alþingi með litlum staf, í lítilsvirðingarskyni. Þetta var eitt þeirra orða sem mér var kennt að ávallt skyldi rita með stórum staf.
Að lokum vil ég ítreka fyrra bréf mitt, sem ekki byggðist á neinum misskilningi, að mínu mati.
Góð kveðja
Páll M Skúlason
Kærar þakkir fyrir hvatninguna, ég mun svo sannarlega gera mitt besta til að þjóðin fái að segja sína skoðun,Því svaraði ég svona:
Bestu fáanlegar,
Margrét Tryggvadóttir
Þingmaður Hreyfingarinnar
Sæl Margrét og þakka þér svarið.Loks komu þessi viðbrögð við pósti mínum:
Skoðun þjóðarinnar getur nú verið með ýmsum hætti og misjafnt hvar rétt er að stilla henni upp til að tjá skoðun sína. Þar á ég auðvitað við mál þar sem nauðsynlegt er að kíkja undir yfirborðið til að móta rökstudda skoðun, í stað skoðunar sem verður til vegna hávaða hagsmunahópa.
Ég leyfi mér að láta þig vita, að þægilega oft tel ég málflutning þinn einkennast af skynsemi fremur en einhverjum einstrengingslegum málstað sem er kannski ekki einu sinn málstaður, heldur flokkspólitísk afstaða af einhverju tagi.
Haltu áfram þá leið sem þú telur vera réttasta.
Góðar kveðjur
Páll M Skúlason
Takk, reyni einsog ég get -- tek seinnihluta bréfsins ekki til mín :) // Mörður ÁrnasonSem ég svaraði auðvitað:
Sæll MörðurÞrátt fyrir sendinguna frá mér, er enn haldið áfram að karpa og á sama tíma dvínar æ meir trú mín á að þessari þjóð auðnist að koma sér saman um það helsta sem máli skiptir hjá einni þjóð, á næstu árum.
Ég þakka svarið - seinni hlutann taka þeir sem eiga.
kv pms
Engin ummæli:
Skrifa ummæli