16 júlí, 2012

Gamlir kvartetttaktar

Fyrir allmörgum árum sungu 4 Laugaráspiltar, þeir Egill Árni Pálsson, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Þorvaldur Skúli Pálsson og Þröstur Freyr Gylfason, saman í kvartett þeim er Laugaráskvartettinn kallaðist. Þar kom að leiðir skildi þar sem hugar leituðu í ýmsar áttir, jafnvel vítt um veröld. Það var svo ekki fyrr en við skírn hjá Þorvaldi Skúla, þann 14. júlí að þeir hittust allir fjórir, og þá var ekki að sökum að spyrja, þeir renndu sér í gegnum nokkur lög, gestum til mikillar ánægju, enda flutningurinn líflegur og afslappaður.

Hér er upptaka af einu laganna, Java Jive.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...