Ég veit svo sannarlega ekki hvort það er við hæfi að fjalla um það sem hér fer á eftir, á þessum vettvangi, en þar sem lesendahópurinn er ekki stór, hef ég ákveðið að láta slag standa, og þar með að taka áhættuna af hugsanlegum eftirköstum.
Það er á vitorði margra sem þekkja til Kvisthyltinga, að höfundur deilir að mörgu leyti ekki kímnigáfu með, í það minnsta hluta þeirra. Þarna telst með þetta stórundarlega fyrirbæri, sem felst í því að setja upp gleraugu og ráða sér þar með varla fyrir hlátri. Mig grunar að þetta sé til komið með þeim hætti að fD hafi flutt það til barnanna í frumbernsku.
Hvað um það þá hefur það fylgt þeim alla tíð, meira að segja svo, að ekki má minnast á það að taka af þeim mynd öðruvísi en þar þurfi gleraugu að koma við sögu.
Þá er mikið gert til að bera þessa gleraugnagleði til nýjustu kynslóðarinnar.
Fyrir skömmu hittust allir Kvisthyltingar í einu, en það gerðist síðast í desember árið 2007. Af því tilefni þótti við hæfi að mynda fólk í bak og fyrir, þar með voru Kvistholtsbörnin mynduð sérstaklega. Með gleraugum (sem þau tíndu saman með aðstoð móðurinnar) og án.
Hér er ein skárri gleraugnamyndanna
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
It's only words ...
Við erum mörg reið og það hvílir á okkur einhver óviðráðanlegur þungi. Við upplifum vonleysi og varnarleysi. Við reynum að skilja hvernig he...

-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Við Jósefína kenndum saman í Reykholtsskóla við upphaf 9. áratugarins, þegar ég var að stíga fyrstu skref mín sem kennari og það gekk allave...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási virðist ekki að hruni komin. Nú hefur forstjóri HSU skrifað annan pistil á vefinn island.is, til að upplýsa ok...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli