Ég er á því, að með því sem gerðist í gær, hafi okkur, sem teljum okkur til vinstri arms stjórnmála, tekist að framkvæma einhverja stórkostlegustu blekkingu stjórnmálasögunnar. Við höfum, undir forystu forseta lýðveldisins, komið málum svo fyrir, að þeir sem síst skyldi, hafa nú tryggt forsetanum, og þar með vinstri öflunum í landinu, öruggt brautargengi næstu 4 ár og lengur, ef málin þróast eins og að er stefnt.
Það var fljótlega eftir hrun, að hugmyndir komu fram um að fara þessa leið til að bjarga landinu úr klóm frjálshyggjunnar og annarra afla sem setja eigin hagsmuni ofar hagsmunum heildarinnar. Með markvissum hætti var síðan ýjað að hinu og þessu og samfélagsmiðlarnir nýttir til hins ítrasta til að æsa upp stuðning við forsetann í röðum þeirra sem áður hötuðu hann eins og pestina.
Ég verð að segja það, að leikhæfileikar forsetans, í þann tíma sem þetta hefur staðið yfir, eru hreint magnþrungnir, en nú má reikna með, að vinna hans næstu mánuði fari í að sannfæra þá sem mynduðu kjarnann í stuðningssveit hans um ágæti samfélagslegrar hugsunar og mikilvægi þess að vinstri áherslur skjóti rótum í íslensku samfélagi til frambúðar. Ég er viss um að forsetanum verður ekki skotaskuld úr því, því það sem þessum kjarna (einhversstaðar sá ég það haft eftir álitsgjafa, að þar væri um að ræða lítið menntaða, unga karlmenn á landsbyggðinni) finnst verst af öllu er að sætta sig við að þeir hafi ef til vill tekið skakkan pól í hæðina.
Næstu mánuðir verða harla áhugaverðir.
Ég leyfi mér að greina frá þessu hér í kjölfar þess að sr. Baldur hefur þegar fjallað um það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli