18 ágúst, 2012

Hátignardeiluvaldur


Ég sé í anda frásögn af þessu tagi um Kristján Eldjárn eða Vigdísi Finnbogadóttur.
Að þetta skuli vera orðin raunin um þetta eina embætti sem öll þjóðin hefur lýðræðislegan rétt til að velja beint, er til þess eins fallið að sundra og eyðileggja - ekki sameina og byggja upp.
Jú, jú, til eru þeir sem tala um að forsetaembættið sé bara einhver framlenging af danska kónginum, og það er vel hægt að líta þannig á. Það má hinsvegar einnig líta svo á, að forsetaembættið eigi að vera þannig rækt, að ekki skapist um það stöðugar deilur. Við kjósum pólitíska fulltrúa á Alþingi. Þar er deilt og þar á lýðræðislegur meirihluti að ráða ferð hverju sinni.
Í mínum huga er það sérlega fáránleg hugmynd að forsetaembættið eigi einnig að vera póitískt og þar með uppspretta stöðugra deilna. Þannig ástand er hreint ekki það sem við þurfum, en það er hinsvegar sérlega gagnlegt til að hjálpa þjóðinni að gleyma aðdraganda hrunsins. Það er þó satt.

Þetta embætti mun aldrei aftur verð þess eðlis sem ég vildi sjá það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...