Haustið hefur nú aldrei verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér og ástæður þess eru sjálfsagt blanda af einhverju sem ég geri mér grein fyrir og öðru sem læðist að mér óafvitandi. Þau eru ekki mörg haustin á ævi minni sem hafa ekki falið í sér skólabyrjun, annðhvort með mig sem nemanda eða starfsmann. Kannski er það bara þessvegna sem mér finnst haustin ekkert kalla til mín ljúfum róm. Þau ískra frekar inn, með talsverðum hávaða. Það sem lifði og blómstraði yfir sumarmánuðina verður dauða og rotnun að bráð. Ekki neita ég þvi að haustlitirnir eru fjölbreyttir og gleðja augað að mörgu leyti, en það sem þeir standa fyrir og boða, er ávallt yfir og allt um kring. Það má segja að í haustinu takist á fegurðin og dauðinn......... en nú er ég sennilega kominn of djúpt.
Eftir að sumargestirnir eru farnir burtu til að sinna sínu, hljóðnar yfir Kvistholti. FD er búin að setja lokið yfir sandkassann, það er búið að bjarga grillinu inn í skot, en sumarhúsgögnin standa enn ófrágengin í fullvissu um viðvarandi lognið í Þorpinu í skóginum.
Ekki eru íbúarnir á þessum bæ neinir hávaðaseggir dags daglega og ekki truflar umferðarniður, vindgnauð, partístand hjá nágrönnum, eða hanagal og hundgá.
Hér ríkir kyrrðin ein, þar sem litbrigði haustsins eru smám saman að breytast í órætt litleysi vetrar.
Hvernig er það - ætli ég þurfi ekki að fara að huga að því að fjárfesta í vetrardekkjum?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
... og ekki gleyma snjóskóflunni og sköfunni.
SvaraEyðaOoo hvad mig langar mikid ad komast í kyrdina í sveitinni. Mér finnst thetta nú bara mjög "tiltalende" (á gódri dönsku) og róandi lýsing "Hér ríkir kyrrdin ein.....". Ekki amalegt thad :o)
SvaraEyðaÞetta talar tíl þín, já? Þá er auðvitað bara að skella sér yfir pollinn. Það eru ráð með að koma fólki fyrir.
SvaraEyðaAnnað prósaljóð að hausti.
SvaraEyðaOg haustið flaug á móti mér
eins og velhaldinn fugl eftir sumar
sem er þegar horfið á braut.
Hann var svolítið kuldalegur
og ætlar að fara.
Haustið kemur, hreta fer
heyrið trén nú skjálfa
Úlpu vef ég upp að mér
er með húfubjálfa.
Þetta má alveg syngja með laginu hennar Sínu (Sumri hallar...)
gjört af ljúfu hjarta og hógværu
hirðkveðill Kvistholts ;)
Haustið er eins og kuldalegur,feitur fugl sem flýgur á braut, já. Áhugaverð pæling :)
SvaraEyðaJá, thá er best ad fara ad kíkja á mida :o)
SvaraEyðaMmmm....sveitasæla og súkkuladikaka :o)