Hjálparfoss |
-----
Þrjátíu mínútur á dag, að lágmarki. Einn hreyfimöguleikinn er ganga, en reyndar ekki tekið fram hvar í litrófi göngutegunda hana er að finna. Það er, svo nokkur dæmi séu tekin, hægt að ganga rösklega (fD segir að í því felist að maður á ekki að geta talað undir göngunni því allt súrefni og orka eigi að nýtast beint í ganglimina), svo er hægt að tala um svona stinningsgöngu, samanber stinningskaldi. Það má nefna það sem maður kallar í daglegu máli LABB (hvaðan sem það orð kemur nú, eins ótótlegt og það nú er). RÖLT er þarna einhversstaðar líka. Ég hef kosið að ganga stinningsgöngu.Í Sandártungu í Þjórsárdal |
Það er eitthvað þessu sinni, sem veldur því að ég hef tekið þá ákvörðun að ganga í 30 mínútur á dag í hálfan mánuð. Þegar ég hef ákveðið svona þá verður því ekki haggað. Í myrkri og slagveðursrigningu skal ég ganga svo tryggt sé að það verði allavega ekki mín sök ef liðið sem ég er í tapar. Ég sé, þegar ég skoða frammistöðu liðsfélaganna, að talsvert vantar upp á að ýmsir málsmetandi aðilar, sem ættu nú, samkvæmt starfslýsingu að vera á fullri ferð allan daginn, hafa í engu sinnt því að skrá hreyfingu sína og hafa þannig markvisst dregið úr sigurlíkum liðsins. Það er ekki gott.
Skaftholtsréttir |
Ég veit nú ekki hvaða merkingu þessar tölur hafa í keppninni, en svo virðist sem aðeins einn skóli komi til greina sem sigurvegari. |
Staðan í keppninni milli framhaldsskóla landsins er nú fremur óhagstæð öðrum stofnunum en minni. Hinsvegar er liðið mitt ekki á nógu góðu róli. Það gengur ekki að unglingar sigri fullþroskaðar manneskjur með þessum hætti. Það er enn eftir ein og hálf vika og ýmislegt hægt að gera til að bæta stöðuna.
Áfram nú. Engar 0 mínútur!
Þarna má enn sjá of mörg núll |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli