Ég er nú búinn að komast að þeirri mikilvægu niðurstöðu, að ég ætla að láta mig hafa það að ræsa Qashqai fyrir ferð á kjörstað og það sem meira er, ég er búinn að ákveða hvað ég ætla að kjósa - hef reyndar aldrei verið í vafa um stóru línurnar í þeim efnum og tel mig ekki hafa haldið þeim skoðunum neitt sérstaklega með sjálfum mér. Ég ætla nú samt að láta hjá líða að tilkynna nákvæmlega hvert val mitt verður í þessum kosningum.
Það eru ekki endlega stjórnmálaflokkarnir sem hafa valdið því að mér hugnast lítt það sem er í gangi í þessu samfélagi okkar. Það eru miklu frekar kjósendurnir; þeir sem hafa um það úrslitaáhrif hvaða flokkar leiða hér landstjórnina:
- Hvernig má það vera, að einn flokkurinn sópar að sér atkvæðum í kjölfar dóms i útlöndum? Með því að veðja rétt á niðurstöðu dómstóls hlotnaðist þessum flokki skyndilegur trúverðugleiki. Ef dómurinn hefði fallið á annan veg, værum við að fást við annarskonar veruleika nú á kosningadegi. Í krafti trúverðugleikans getur þessi flokkur nú lofað lausnum sem allar sorgir undanfarinna ára munu bæta. Þessu trúir talsvert stór hluti kjósenda.
- Hvernig má það vera að þeir tveir flokkar sem saman eiga langstærstan hluta ábyrgðarinnar á því hvernig landið var keyrt í þrot, standa nú með pálmann í höndunum í huga þjóðarinnar?
- Hvernig má það vera að ríkisstjórnin sem nú fer frá virðist, að mati þjóðarinnar, bera ábyrgð á því sem hér fór úrskeiðis?
- Hvernig má það vera að flokkurinn sem nú mælist stærstur í skoðanakönnunum og var megin gerandi í því ferli sem leiddi þjóðina fram af bjargbrún og hefur í engu gert upp við þá fortíð sína, nýtur nú þessa trausts þjóðarinnar?
Ég viðurkenni, að ég skil ekki hvernig vel upplýst og vel menntuð íslensk þjóð, getur komst að þeirri niðurstöðu sem nú blasir við að verði raunin. Mér finnst það dapurlegt, í meira lagi.
Ég get vissulega velt fyrir mér ástæðum ofangreindrar stöðu:
- í pólitík hefur fólk álíka mikið langtímaminni og kartöflur.
- á vinstri væng stjórnmálanna virðast safnast þeir sem ekki kunna þá list að vinna saman innbyrðis, enda hafa þeir ákveðnar skoðanir á þjóðmálum, og málamiðlanir eru eitur í beinum þeirra. Þannig eru þeir sjálfum sér verstir þegar upp er staðið. Þjóðin kallar á stöðugleika valdsins.
- á vinstri væng stjórnmálanna virðist safnast fólk með einstrengingslegar og jafnvel ofstækisfullar skoðanir á einstökum málum - fólk sem veit betur en aðrir, sem þá eru jafnframt heimskingjar. Þetta eru hinir svokölluðu mannkynslausnarar.
- þjóð sem lifði í gósenlandi alsnægtavímunnar trúir því ekki að þar hafi verið um að ræða tálsýn. Bólutíminn vandi fólk við að geta fengið flest sem hugurinn girntist, strax. Fyrst það er til eitthvað sem heitir Hinn ameríski draumur, þá hlytur samsvarandi íslenskur draumur að vera til. Þessi hugsum lifir enn góðu lífi. Það er vont fólk sem ekki lofar svoleiðis.
-------
Ég get nú sennilega haldið lengi áfram að fabúlera um þetta allt saman, en ef ég ætla að gefa mér góðan tíma til andlegs undirbúning fyrir hið miklvæga verk sem framundan er, þá er víst best að láta hér staðar numið.
Nú er bara að detta í það og vona að víman endist sem lengst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Guðmundur rafiðnarforkólfur, sagði að það þyrfti ekki að skipta út pólítíkusum, heldur þyrfti að skipta út kjósendum.
SvaraEyða