Klukknahljómur.
Lagt við hlustir.
Virðist vera alveg venjuleg hringing, bara á óvenjulegum tíma.
Ef ég væri í sumarleyfi á sólarströnd og gæti alla jafna sofið fram á morguninn, myndi ég líklega fara ófögrum orðum um þá sem stjórnuðu klukknatökkunun, en þar sem hið síðastnefnda er ekki raunin voru einu viðbrögð mín þau, að velta fyrir mér ástæðum. Líklega er þarna bara verið að hringja til morgunandaktar. Ætli mönnum sé það nokkuð of gott, ekki síst ef morgunninn er þeirra tími.
Látum klukkurnar hringja því þær munu þagna.
Leyfum haustinu að koma því það vorar á ný.
Fögnum lækkandi sól því hún hækkar aftur á himninum.
Fáum okkur kaffisopa, því fyrsti bollinn er bestur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli