24 desember, 2013

Jólagola í Laugarási


Jú, það hreyfir vind, en samt ekki að neinu marki. Auðvitað bara eðlilegt sem fyrirboði þess sem koma skal með öllu því tilstandi sem fylgir. Með golunni færist ró yfir húsið, einstaka smellir heyrast í prjónum frúarinnar, sem kveðst ekkert vera viss um hvað hún sé að prjóna. Kannski er það einhver jólaandi. Yngri hluti þeirra Kvisthyltinga sem heima eru, sinnir verkefnum út á við
Það er að koma að því að aftengja þetta samband við umheiminn um stund og og við tekur væntanlga að sinna einhverjum þeim verkum sem mér kunna að verða falin.
Hér með skrái ég von mína um að þið sem kikið inn á þetta svæði mitt við og við, eigið friðsæl og góð jól.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...