Sunnlenskar byggðir eru fjársjóður þegar maður þarf að finna upplýsingar sem þessar, en síðasta uppfærða útgáfan er frá 1985. Það hefur margt gerst síðan og mig langar að komast yfir þær upplýsingar. Það ætla ég að reyna hér með, því ég veit að Laugarásbúar, gamlir og nýir kíkja stundum inn á þetta svæði.
Ég veit að ég á að vita margt að því sem ég spyr um hér fyrir neðan, en ég játa að ártöl tilheyra ekki þeim styrkleikum sem ég bý yfir.
Þið sem hafið svör við einhverjum spurninganna, eða jafnvel öllum:
Mér þætti ógurlega vænt um ef þið gætuð komið þeim til mín. Það er hægt með ýmsu móti:
1. Tölvupóstur: pallsku@gmail.com
2. Fb.
3. Sími 8989152
Fyrir utan þær spurningar sem eru hér fyrir neðan vantar mig síðan upplýsingar um allt sem gerst hefur í nýbyggingum frá 1985. Það væri ekki amalegt að fá þær líka.
Já þetta er mikil tilætlunarsemi, en mér finnst þess virði að prófa.
Hér koma þá spurningarnar:
Laugarás 1 (Helgahús)
Frá 1990 bjuggu þar Ásta Rut og Sveinn. Hve lengi? Hvenær flutti Pétur Sigmarsson þangað?
Launrétt 1 (dýralæknisbústaðurinn)
Bjó einhver þar milli 1981 og 1983?
Hve lengi var Ómar Sævarsson þar og hver/ hverjir bjuggu
þar þar til Helgi Sveinbjörnsson og
Hólmfríður Björg Ólafsdóttir eignuðust húsið – hvenær var það?
Ásholt
Hvenær fllutti Páll Dungal burt?
Hver er eigendasaga frá því Páll Dungal hvarf af
vettvangi? Hvenær fór hann?
Hvenær kom Jóhann B Óskarsson þangað - hve lengi var hann þar – hver á Ásholt nú?
Lyngás
Hvenær fluttu Hörður og Ingibjörg – hverjir eru eigendur
nú?
Ljósaland
Hvenær fluttu Gísli Oddsson og Sigurbjörg Steindórsdóttir
þaðan? Hver keypti – hvenær. Hverjir hafa búið þar síðan – hve lengi?
Ekra
Hvenær fór Þórarinn Helgason?
Hver keypti af honum og hvenær fór sá eigandi. Hvænær
eignuðust Íris og Marteinn Ekru?
Teigur
Hve lengi bjuggu Ágúst Eiríksson og Ingveldur Valdimarsdóttir
á Teigi? Keyptu Ingibjörg og Sebastian af þeim?
Hvenær fluttu Sævar og Kaja? Voru Ómar og Laila þá þegar komin
inn í reksturinn?
Birkiflöt
Hvenær fóru Þröstur og Sigurbjörg (í seinna skiptið)? Þá komu Gunnar og Ragnheiður – hvenær seldu
þau?
Varmagerði
Hvenær fóru Hörður og Hjördís? (Guðni Ölvers og Sigríður Erlingsdóttir kom
1984 síðar Erling og Þóra) – hvenær fóru þau? Hver tók þá við og hve lengi voru þau? Hvenæn fluttu Skúli og Heiða þangað
og hvenær fóru þau?
Hver fer nú með málefni Varmagerðis?
Akur
Maggí og Helgi vou þar til 1985 – Þá er sagt að Sverrir
og Fríða hafi tekið við. Hve lengi? Hverjir aðrir komu þar við sögu? Hvenær
tóku núverandi eigendur við?
Ösp
Hvenær fór Sverrir og Katí?
Hvernig hefur ábúendasaga erið síðan?
Austurbyggð C (Sem Pétur og Svandís byggðu 1981).
Hve
lengi voru þau þar? Hver eignaðist húsið?
Traðir
Georg og Brynja Byggðu garðyrkjustöðina 1980 – Hvenær fór
Georg? Og hvernig er eigendasagan síðan?
Lyngbrekka
Benedikt og Ólöf eignuðust 1984. Hve lengi voru þau
þarna? Tóku Jakob og Alice við af þeim?
...svo kemur örugglega meira síðar.
(myndirnar (smella til að stækka) eru frá ævintýralegri ferð í Þórsmörk 1977. Þarna geta lesendur keppst við að bera kennsl á fólkið ;))
Engin ummæli:
Skrifa ummæli