Sigurður Bjöndal og Skúli Magnússon (gæti verið tekin skömmu eftir 1930) |
Sigurður var skógtæknifræðingur að mennt og var skógarvörður á Hallormsstað og síðar skógræktarstjóri ríkisins.
Pabbi kallaði hann fóstbróður sinn.
Um svipað leyti og Sigurður fæddist kom pabbi í fóstur í Mjóanes til Sigrúnar og Benedikts, foreldra Sigurðar, sem þá voru nýflutt frá Eiðum. Þá var hann um það bil sex ára gamall. Hann ólst síðan upp hjá fjölskyldunni þar til hann hélt suður á bóginn í lok árs 1939.
Uppeldi þeirra fóstbræðra varð til þess að báðir gerðu gróður jarðar að ævistarfi hvor með sínum hætti.
Ég læt hér fylgja gamlar myndir af þeim félögum, fjölskyldunni á Hallormsstað og af Húsmæðraskólanum á Hallormsstað.
Eftir langar og farsælar ævir létust fóstbræðurnir með stuttu millibili nú í ágúst,.
Sigrún, Sigurður, Skúli og Benedikt. (Ég giska á að þessi sé tekin 1936-8) |
Húsmæðraskólinn á Hallormsstað. (Þeir sem eru góðir í að þekkja árgerðir bíla gætu fundið út hvenær þessi mynd var tekin). |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli