Það rann upp fyrir okkur Kvisthyltingum í tengslum doktorsvörn Þorvaldar fyrir nokkrum dögum að Laugarás hefur líklega hlutfallslega alið af sér óvenju marga doktora. Okkur telst til að frá aldamótum hafi 6 Laugarásbörn fetað þennan veg. Lengi má örugglega velta því fyrir sér hvað það er sem veldur.
Árið 1997 Lauk Helga Gunnlaugsdóttir frá Brekkugerði doktorsprófi frá háskólanum í Lundi
Árið 2002 lauk Eiríkur Sæland frá Sólveigarstöðum doktorsprófi frá Ríkisháskólanum í Utrecht í Hollandi.
Árið 2005 lauk Tómas Grétar Gunnarsson frá Asparlundi doktorsprófi frá Háskólanum í East Anglia á Bretlandi.
Árið 2010 lauk Guðbjört Gylfadóttir frá Launrétt 2 doktorsprófi frá Floridaháskóla í Bandaríkjunum.
Árið 2013 lauk Atli V Harðarson frá Lyngási doktorsprófi frá Háskóla Íslands.
Árið 2014 lauk Þorvaldur Skúli Pálsson frá Kvistholti doktorsprófi frá Háskólanum í Álaborg
Mér finnst þetta harla merkilegt ekki síst fyrir þær sakir að ég átti þátt í uppfræðslu fjögurra af þessum sex einhverntíma á námsferli þeirra (hvort sem það breytti nú einhverju)og fjórir doktoranna luku stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni. Þá er það athyglisvert, að fjórir af 6 doktorunum ólust upp á garðyrkjubýlum.
Ef ég færi að reyna að grennslast fyrir um þann fjölda Laugarásbarna sem hafa lokið meistaraprófi, svo ekki sé nú talað um fyrsta hákólaprófi yrði listinn talsvert lengri.
Er þessi menntunarsækni Laugarásbúa ein af megin ástæðum fyrir því hve hægt gengur að fjölga íbúunum? Það má spyrja.
.....
Nú verð ég bara að vona að ég hafi ekki gleymt neinum - ef svo er þá treysti ég því að ég verði látinn vita.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
It's only words ...
Við erum mörg reið og það hvílir á okkur einhver óviðráðanlegur þungi. Við upplifum vonleysi og varnarleysi. Við reynum að skilja hvernig he...

-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
50 ára stúdentar, 2024 Maður áttar sig ekki endilega á því, meðan einhverjar aðstæður eru fyrir hendi, hvort þær hugsanlega muni skipta máli...
-
Við Jósefína kenndum saman í Reykholtsskóla við upphaf 9. áratugarins, þegar ég var að stíga fyrstu skref mín sem kennari og það gekk allave...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli