16 desember, 2014

Fjögur sýnishorn frá Aðventutónleikum í Skálholti

Þar sem ég lagði í það verkefni að taka lifandi myndir af hluta tónleikanna tél ég rétt að setja afraksturinn hér inn til að hafa hann aðgengilegan á einum stað.

Á þessum tónleikum sungu þrír einsöngvarar, þau Þóra Gylfadóttir, sópran, Egill Árni Pálsson, tenór og Ásgeir Páll Ágústsson, baritón og þrír kórar sem einn: Söngkór Miðdalskirkju, Skálholtskórinn og Kirkjukór Ólafsvalla- og Stóra-Núpskirkju undir stjórn þeirra Jóns Bjarnasonar og Þorbjargar Jóhannsdóttur.
Jón Bjarnason lék á orgel og Smári Þorsteinsson kitlaði slagverk í nokkrum lögum.

Gesu bambino

Gaudete

Ó, helga nótt

Enn á ný við eigum jól

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...