17 janúar, 2015

Viltu bækur? Vertu snögg(ur).

Sýnishorn

Þegar allt kemur til alls, gagnstætt því sem ýmsir gætu ímyndað sér, virðist húsnæðið í Kvistholti ekki fullnægja rýmisþörf. Í tengslum við aðgerðir vegna þessarar stöðu stendur nú fyrir dyrum að fækka bókum á heimilinu svo um munar. Meðal þeirra bóka sem nú bíður það hlutskipti að fara úr húsinu með einhverjum hætti, eru um 70 kiljur: skáldverk íslenskra höfunda og þýdd skáldverk erlendra höfunda.

Mér varð það á fyrir áratugum að ganga í bókaklúbb sem síðan sendi mér bækur mánaðarlega þar til loks ég áttaði mig á hvert þetta myndi leiða.

Samviska mín bannar mér að henda bókum, en vilji enginn þiggja þær bíður þeirra bara endurvinnslan.

Langi einhvern í bækur 
má hann koma og taka það sem hann vill. 

Vilji enginn þessar bækur verður samviskan örlítið hreinni þegar ég fer með þær í gáminn.

Netfangið mitt er pallsku@gmail.com - sími: 8989152


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...