Ég á stundum leið niður að Hvítárbrú eða Iðubrú, eins og við köllum hana venjulega. Þar er alltaf eitthvað nýtt að sjá.
Í morgun, þegar ég ætlaði að athuga hvort einhverjir fuglar væru sjáanlegir til að ég gæti æft mig við myndatökur, blasti við mér heldur óvenjuleg sjón. Sjón sem ég hef ekki séð á þessum stað í ein 50 ár. Úti á miðri ánni var sérkennilegur bátur. Ég varð auðvitað agndofa, en tókst þó að smella einni mynd, en að öðru leyti velti ég fyrir mér hvað væri í gangi. Þar sem báturinn var á leið að bakkanum austan megin fékk ég fljótlega þær upplýsingar sem ég þurfti.
Nýtt fyrirtæki sem hefur hlotið nafnið Áriða ehf. ætlar að gera tilraun með að sigla með ferðamenn upp og niður Hvítá á komandi sumri. Þessar ferðir verða bæði útsýnisferðir og svokallaðar partíferðir þar sem litlir hópar geta leigt bátinn með manni og mús, hvort sem er um helgi eða bara eina kvöldstund.
Þau sem standa að Áriðu eru hjónin Elsa Dagbjartsdóttir og Hallsteinn Sigurgeirsson, en þau hafa undanfarin 15 ár búið í Thailandi. Þau ákvaðu í fyrra að flytja heim til Íslands og jafnframt að flytja heim með sér bátinn, sem þau höfðu haft atvinnu af í litlum bæ, Laem Chabang, sem er skammt frá Bangkok. Þar stunduðu þau siglingar með ferðamenn í allmörg ár og eru því þaulvön.
Ég fékk að prófa að sigla um ána í morgun og það var einstaklega gaman að sjá Laugarás og Iðubrúna frá alveg nýju sjónarhorni.
Í dag ætla þau Elsa og Hallsteinn að bjóða gestum í stutta prufusiglingu.
01 apríl, 2015
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli