23 nóvember, 2015

Mun rísa hótel í Laugarási?

Fyrir nokkrum dögum kom fram myndband sem hafði verið sett á youtube og sem hægt er að skoða ef smellt er hér. Þar gefur að líta tölvuteikningu af hóteli í Laugarási, sem er kallað Hótel Frostrós. Ég fékk fyrirspurn frá fréttamanni um málið, og varð auðvitað talsvert upp með mér, en þótti jafnframt ekki nógu gott að geta ekki svarað honum neinu, einfaldlega vegna þess að ég vissi hreint ekkert umfram það sem þetta meira og minna ómerkta myndskeið sýnir.

Ég varð hinsvegar all forvitinn og nú hefur mér tekist að komast yfir upplýsingar sem varpa nokkru ljósi á málið.


Þeir aðilar sem keyptu af sláturhúslóðina af Byggðastofnun stefna að því að byggja hótel þar sem leifarnar af sláturhúsinu standa nú. Þeir munu hafa á bak við sig bandaríska fjárfesta. Hér munu vera á ferð sömu aðilar og reka Alda Hótel í Reykjavík.

Ætlunin mun vera að byggja 80 herbergja hótel í svipuðum gæðastaðli og Hótel Rangá, með áherslu á heilsurækt og að gestir dvelji á hótelinu í nokkra daga í senn og njóti þess sem svæðið og umhverfið hefur upp á að bjóða.


Vonir þeirra sem þarna er um að ræða, standa til þess, að rífa sláturhúsið alveg á næstunni, og ekki eru þeir margir sem munu sakna þess.


Ef af þessu verður mun heldur betur glæðast líf í Laugarási, því hótel kallar að ýmislegt annað.
Engin ummæli:

(Ráð)villtur unglingur með bleika plötu

Sýnishorn af plötubunkanum Ég er sennilega einn þeirra sem aldrei náði þeirri stöðu á unglingsárum, að verða svokallaður töffari. Ég var...