Hvað er betra þegar maður er búinn að leyfa hrímköldum þorra að leika um lungun, búinn að njóta þess, með frostbitið nefið, að skella sér í kraftgöngu um Laugarási í þrítugum kraftgallanum, en að ylja sér við minningar í myndasafninu, sem vex með hverju ári.
Í samræmi við ofangreint rakst ég á stutt myndskeið frá 2010.
Við fD skelltum okkur til Þýskalands til að fara á útitónleika þar sem tenórinn okkar tróð upp ásamt ítölsku sóprandívunni Luciu Aliberti. Upplifun okkar þarna gerði ég auðvitað skil hér, hér og hér.
Þarna varð minna úr upptökum en til stóð þar sem allt slíkt var harðbannað og ég auðvitað, sem ávallt, fór að þeim, reglum sem giltu, að langmestu leyti. Þó lét ég mig hafa það að taka skot og skot.
Hér er stutt myndskeið þar sem tenórinn er að flytja O, sole mio á umræddum útitónleikum. Það má glöggt sjá á þessu myndskeiði hver áhrif flutningurinn hafði á föðurinn, sem auðvitað gleymdi alveg að fylgjast með hvort myndefnið væri í rammanum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bæði góður, en líka leiðinlegur.
Þ að er nú ekki vegna þess að ég hef ekkert við tímann að gera, nema finna eitthvað í lífinu til að fjargviðrast yfir, sem ég ákvað að reyna...

-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
50 ára stúdentar, 2024 Maður áttar sig ekki endilega á því, meðan einhverjar aðstæður eru fyrir hendi, hvort þær hugsanlega muni skipta máli...
-
Við Jósefína kenndum saman í Reykholtsskóla við upphaf 9. áratugarins, þegar ég var að stíga fyrstu skref mín sem kennari og það gekk allave...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli