Georg Kári, Unnur Malín, Hreiðar Ingi |
Að þessu sögðu greini ég frá því, að nú sit ég í súpunni í hlutverki mínu sem tenór í kirkjukór. Súpan felst í því að það eru að spretta fram tónskáld með sterkar tengingar við Laugarás, sem senda frá sér hvert tónverkið á fætur öðru, sem tenórinn ég hef sogast inn í flutning á.
Ég hef áður greint frá því að óvenju öflug sveit doktora á rætur í Laugarási og nú get ég bætt við tónskáldum. Reyndar ætla ég nú ekki að gera meira úr því en ástæða er til, en þrjú tónskáld, með umtalsverðan snertiflöt við Þorpið í skóginum kynna verk sín í Skálholtskirkju, miðvikudaginn 17. febrúar, næstkomandi. Flytjendur á þessum tónleikum verða Skálholtskórinn undir stjórn Jóns Bjarnasonar, Kammerkór Suðurlands sem Hilmar Örn Agnarsson stýrir og Duo harpverk, en þar leika þau Frank Aarnink á slagverk and Katie Buckley á hörpu.
Tónskáldin sem um er að ræða eru Unnur Malín Sigurðardóttir, sem bjó fyrir skömmu í Laugarási, en er nú flutt á Reykjavelli, Hreiðar Ingi Þorsteinsson sem ólst upp í Launrétt í Laugarási, hjá Rut og Gylfa, en hann er sonur Rutar og Georg Kári Hilmarsson, sem eyddi barnæskunni í Skálholti, sonur Hilmars Arnar og Hófíar, en Skálholt er nú samasem Laugarás.
Tónleikarnir, Hljómaskál eru stórmerkilegir, ekki bara fyrir ofangreinda tengingu tónskáldanna við Laugarás, heldur ekki síður fyrir þær sakir, að þarna verða frumflutt ein 5 eða sex verk.
Sögulegur viðburður framundan:
SvaraEyðaÍ kammerkór syngir í það minnsta 1fw. Lauharásbúi ( Elín Gunlaugsd.).. kanski einnig Þrúða ( Apótek ) og Aðalheiður Helgadóttir.