23 maí, 2016
Þegar leikurinn stóð sem hæst
Árla morguns, ofarlega í Grímsnesinu, rétt hjá Svínavatni, gæti þetta samtal hafa átt sér stað:
"Góðan daginn dúllan mín. Það er ekki laust við að það sé hrollur í manni. Ég held að það hafi farið talsvert niður fyrir frostmark í nótt. Hvernig gengur, annars?"
"Góðan daginn, ljúfur. Ég held að þetta gangi bara vel. Ég er alveg búin að ná mér eftir gærdaginn. Þetta eru flottustu fjögur egg sem ég hef séð og ég er viss um að ungarnir okkar verða yndislegir".
"Það er enginn vafi á því. Spennandi að verða svona foreldrar í fyrsta sinn."
"Ég er mjög ánægð með þúfuna sem við völdum og okkur tókst bara vel með hreiðrið, finnst þér það ekki?"
"Ekki spurning. Heyrðu annars, hvernig væri nú að reyna að ná úr sér næturhrollinum? Eigum við að koma í eltingaleik smástund?"
"Eltingaleik? Kommon, ert þú ekki að verða pabbi bráðum, kallinn minn?"
"Kva, það er nægur tími til að vera fullorðinn eftir að krílin eru komin á stjá. Komdu!"
"Jæja, allt í lagi þá. En ekki lengi. Eggin mega ekki kólna."
"Þú ert 'ann. Reyndu að ná mér!"
"Bíddu bara, ég verð ekki lengi að ná í stélið á þér, stelkapabbi!"
"Vúúú, frábært!"
"Klukk, þú ert 'ann!"
"Heyrðu mig, þú varst ekki................"
PÚFF
Qashqai brunaði áfram.
Í baksýnisspeglinum mátti sjá stelksfjaðrir þyrlast í kjölsoginu.
Fjögur egg tóku að kólna í hreiðri.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bæði góður, en líka leiðinlegur.
Þ að er nú ekki vegna þess að ég hef ekkert við tímann að gera, nema finna eitthvað í lífinu til að fjargviðrast yfir, sem ég ákvað að reyna...

-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
50 ára stúdentar, 2024 Maður áttar sig ekki endilega á því, meðan einhverjar aðstæður eru fyrir hendi, hvort þær hugsanlega muni skipta máli...
-
Við Jósefína kenndum saman í Reykholtsskóla við upphaf 9. áratugarins, þegar ég var að stíga fyrstu skref mín sem kennari og það gekk allave...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli