Hér segir af upphafi námsferðar STAMEL til Helsinki í lok apríl.
Svona átti upphaf ferðarinnar sem hér um ræðir að vera:
Brottför frá Laugarvatni með fólksflutningabifreið kl. 03:30, koma á Flugstöð í Keflavík eigi síðar en kl. 05:30, flug til Helsinski kl. 07:30.
Frásögnin sem hér fer á eftir ber þess auðvitað merki, að ég var ekki hluti af þeim dramtísku atburðum sem eru tilefni hennar. Þannig má segja að hún sé byggð á munnlegum heimildum þeirra sem beinlínis komu að málum, annaðhvort sem beinir þátttakendur eða þá áhorfendur.
Við dómkirkjuna í Helsinki |
Þar sem við renndum í hlað var fólk byrjað að tínast að og það var ferðaspenningur í loftinu. Þegar áætlaður brottfarartími rann upp var engin fólksflutningabifreið komin á staðinn, en að sögn kunnugra átti fólksflutningabifreið, við svona aðstæður, að vera komin á brottfararstað, eigi síðar en 15 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma.
Þegar komið var nokkuð fram yfir brottfarartímann fór að gæta nokkurrar óþreyju, sem lauk með því að hringingar hófust í síma þeirra sem í forsvari eru fyrir fólksflutningabifreiðafyrirtækið sem um ræddi og fljótlega kom í ljós að það væri engin fólksflutningabifreið á leið á Laugarvatn. Síðar kom í ljós að fyrirtækið hafði ruglast á nóttum, ætlað að flytja hópinn næstu nótt.
Þarna hófst upphaf merkrar atburðarásar með því að ákvörðun var tekin um að ferðalangarnir sameinuðust í þær bifreiðar sem til reiðu voru og brunuðu á Selfoss, þar sem fólksflutningabifreið myndi bíða hópsins og flytja áfram. Fyrsta bifreið af stað frá Laugarvatni var Qashqai með mig við stýrið, fD og aukafarþega. Í kjölfarið fylgdu síðan aðrir bílar, hlaðnir farþegum og farangri.
Lagið tekið í plati í Kirkjunni í klettinum í Helsinki |
Svo komu ekki fleiri bílar, mínúturnar komu og fóru hver af annarri (það, sem sagt, leið og beið) og jafnframt styttist fyrirsjáanlegur tími í Fríhöfninni, en það var kannski fyrsta hugsunin, næsta hugsum fól í sér vangaveltur um hvað valdið gæti því að ekki komu fleiri bílar.
Svo brunaði sjúkrabíll með blá, blikkandi ljós framhjá.
(framhald síðar)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli