11 apríl, 2017

不要在我的花园里屎 - No cagar en mi jardín - Don't shit in my garden

Tillaga að veggskreytingu á símaskúrinn.
Ég reikna með því að það sé vegna þess að ég á EOS, sem ég fæ stundum ábendingar frá nágrönnum um hitt og þetta. Eina fékk í gærkvöld:

Í tilefni frétta af óþrifnaði túrista þá nefnum við, að það hefur verið töluverð ásókn í að gera þarfir sínar við símaskúrinn. Í dag var t.a.m. stór hlessingur með tilheyrandi pappír.
Tækifæri f. þig og Eos.

Einnig var fjallað um fyrri dæmi um svipað atferli á þessum slóðum, og nefnd dæmi um Íslendinga sem léttu á sér og brúkuðu síðan kjaft þegar þeir voru atyrtir.

Ég verð nú að viðurkenna, að þetta með EOS-inn kitlaði aðeins og ég lagði leið mína að gatnamótum Skálholtsvegar og Ferjuvegar þar sem er að finna grænan símaskúr, sem allt eins gæti verið almenningssalerni. 
Ég fann fyrir lítilsháttar skilningi á aðstöðu fólks sem sér skúrinn, sér vonina um að geta létt af sér því sem fólk þarf að létta af sér með reglulegu millibili. Þegar það síðan uppgötvar að þarna er um að ræða tengivirki símans, er það bara of seint og ekki um að ræða annað en láta náttúruna hafa sinn gang.  
Auðvitað getur það einnig verið svo að gestir okkar líti á þetta land sem náttúruparadís og að í náttúruparadísum sé heimilt að sinna frumþörfum sínum án þess að til þurfi að koma einhver mannvirki.
Ég veit það svei mér ekki. 

Það er mér þó ljóst, eins og mörgum öðrum, að þetta gengur bara ekki svona. Hvað er til ráða, Ég hef ekki hugmynd hugmynd um hvað er til ráða frekar en aðrir, að því er virðist.   Jú, jú, ég get tekið myndir á EOS-inn og skrifað pistil um málið, en það bara breytir engu. 

Ég held að tvennt valdi þessari stöðu: 
a. salerni ætluð ferðafólki eru alltof fá (innviðavandamálið) og 
b. ferðamenn fara um landið í of ríkum mæli á eigin vegum í bílaleigubílum eða "kúga"-vögnum sem gera ekki ráð fyrir að þaurfi að kúka.

Dæmið sem birtist hér á myndunum sýnir að viðkomandi vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Ákvað að sinna verkefni sínu við horn símaskúrsins þar sem hann gat síðan haft varann á sér og var í minnstri hættu á að verða gripinn með allt glóðvolgt fyrir neðan sig.

Ég læt þetta duga, en leyfi myndunum að njóta sín. Þeir sem áhuga hafa geta sé nákvæmari mynd af afurðinni hér lengra fyrir neðan, en sannarlega ræð ég þeim frá því, þó auðvitað gefi ég kost á að  fólk geti rekið nefið í "hlessinginn"og séð hvað viðkomandi borðaði síðast. :)

Ég veit að þið skrollið öll niður 
😎   
þar með eruð þið búin að missa réttinn til að hneykslast á myndbirtingunni. 
































Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...