05 júní, 2017

Af barnasprengjukynslóðinni

Ég hef nefnt það hér, að ég fermdist árið 1967. Um fermingaraldurinn verður tónlistin í kringum
mann á einhvern hátt mótandi afl í lífinu. Unglingar eru alltaf með tónlist við höndina og máta hana við tilfinningar sínar. Ég hef haldið því fram að tónlistarlega séð tilheyri ég einni heppnustu kynslóð sem uppi hefur verið.
Hér ætla ég að sýna nokkur dæmi um það sem ég á við, en þau eru öll frá árinu 1967, fermingarárinu mínu. Þetta er bara örlítið brot af því sem átti þátt í að móta mig. Það má eiginlega segja að út frá tónlistinni sem kom fram á unglingsárum hefi ég að einhverju leyti tekið stefnur í lífinu, eða mótað mér lífsskoðun. Það á vísast við um alla unglinga á öllum tímum: tónlistin á mótunarárunum hjálpar þeim í einhverjum skilningi að finna sig.
Á þessu ári byrjaði hippamenningin, svokallaða, að festa rætur. Við vorum aðeins of ung til að tileinka okkur hana, en það munaði ekki miklu.
Næstu árin báru keim að hippamenningunni hjá okkur; sítt ár, litríkur fatnaður, peace merki um hálsinn, útvíðar buxur, þykksólaðir skór.

Þá að dæmunum:
1.  Ég þarf auðvitað ekki að minnast á Bítlana sem gáfu út eitt mesta stórvirki sitt "Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band". Ekki þarf að hafa mörg orð um það, en ekki held ég að ég hafi þá leitt mjög hugann að innihaldinu í þessu lagi. 



2. Um miðjan maí, nánast sama dag og við fermingarsystkinin staðfestum skírn okkar í Skálholti, rataði þetta lag inn á vinsældalista. Það var og er, að mínu mati ein þeirra perla sem standa upp úr meðal þeirrar tónlistar sem síðan hefur hljómað. Já, já, maður verður að taka stórt upp í sig. 


3. 10 dögum eftir ferminguna hélt þessi snillingur tónleika í Stokkhólmi.


4. Það var líka margt léttara, eins og t.d. þetta:


5. Og svo var þetta líka, sem ég, með réttu eða röngu, tel hafa átt þátt í að skapa það sem síðar varð að hippamenningunni, með blómabörnin sín. Sumarið 1967 hreiðruðu ungmenni um sig í ákveðnu hverfi San-Francisco með blóm í hárinu og ást og frið á vörum.



Ég gæti haldið lengi áfram við að flytja ykkur í huganum 50 ár til baka, þegar 10 Tungnamenn gengu upp að altarinu í Skálholtskirkju og sögðu "Já" við spurningu prestsins.  Kannski var sá tími ekkert sérlega merkilegur, eða frábær meðan á honum stóð, en hann hefur þroskast einstaklega vel.

Í Skálholtskirkju, 14. maí 1967.  Myndin er spegluð eins og glöggir munu sjá.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...