Fyrsta Mósebók, 17. kafli
Sjá, það er ég, sem hefi gjört við þig sáttmála, og þú skalt verða faðir margra þjóða. Því skalt þú eigi lengur nefnast Abram, heldur skalt þú heita Abraham, því að föður margra þjóða gjöri ég þig. Og ég mun gjöra þig mjög frjósaman og gjöra þig að þjóðum, og af þér skulu konungar koma. Og ég gjöri sáttmála milli mín og þín og þinna niðja eftir þig, frá einum ættlið til annars, ævinlegan sáttmála: að vera þinn Guð og þinna niðja eftir þig. Og ég mun gefa þér og niðjum þínum eftir þig það land, sem þú nú býr í sem útlendingur, allt Kanaanland til ævinlegrar eignar, og ég skal vera Guð þeirra."
Á móti átti Abraham að gangast undir þetta:
"Þú skalt halda minn sáttmála, þú og niðjar þínir eftir þig, frá einum ættlið til annars. Þetta er minn sáttmáli, sem þér skuluð halda, milli mín og yðar og niðja þinna eftir þig: Allt karlkyn meðal yðar skal umskera".
Ég birti 17. kafla 1. Mósebókar hér neðst, fyrir þau ykkar sem áhuga hafið.
Í þessum kafla kemur fram, að Abraham, sem svo gamall ssem kemur fram hér að ofan muni eignast syni með konu sinni, henni Söru, sem er níræð.
Ég ber fulla virðingu fyrir þeim sem trúa. Þeir hafa fullan rétt á því, og ég er meira að segja svo óstöðugur í vantrú minni að ég tek reglulega þátt í trúarathöfnum.
Ég trúi ekki á vitleysu.
Þá er auðvitað spurningin: Hvað er vitleysa? Svarið við henni er ekki einfalt. Mín vitleysa er einhvers annars, jafnvel, dýpsta speki.
Ég er æ meir að komast á þá skoðun, að við (það er að segja þeir sem trúa) veljum það úr helgiritunum sem er okkur þóknanlegt og sem við teljum ekki vitleysu. Tínum til allt það sem styður skoðanir okkar, reynum að líta framhjá hinu og ef við getum það ekki, segjum við ef til vill að það séu breyttir tímar. Við viljum þá ákveða hverju breyttir tímar eiga að fá að breyta.
Þetta er oft frekar vandræðalegt.
Lengi var hangið á þessu:
Þriðja Mósebók 18. kafli
Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.
Nú erum við Íslendingar búnir að komast að því, að það sé kannski fulllangt gengið að tala um þetta sem viðurstyggð. Hversvegna skyldi það nú vera? Ég tel það til komið vegna baráttu fyrir mannréttindum. Texti hinna fornu trúarrita varð að víkja fyrir þeirri ætlan að hver maður skuli njóta sama réttar þau fáu ár í eilífðinni sem hann fær að ganga á þessari jörð.
Eru það fyrst og fremt hagsmunir trúarleiðtoga, eða starfsmanna trúfélaga sem eiga að ráða för, þegar ákveðið er hverju í trúarritum skal framfylgt og hverju má líta framhjá?.
Umskurður ungbarna er aldeilis fyrirlitlegur verknaður. Ekki nenni ég að elta þær röksemdir sem halda kostum hennar á lofti, þegar trúarrökum sleppir. Í mínum huga eru engin rök fyrir þessari gjörð og ég er hissa á íslenskum kennimönnum sem koma henni til varnar.
Ekki veit ég hvort það er samhengi milli umskurðar og herskárra þjóða, en ég neita því ekki að sú hugsun hefur læðst að mér. Skyldi umskurðurinn mögulega hafa eitthvað með það að gera? Hefur það verið rannsakað?
Kristnir menn ákveða, að reifabörnum sínum forspurðum að bera þau til skírnar. Látum það vera, enda gefst þeim einstaklingum sem skírast færi á því að ákveða síðar hvort þeir staðfesta skírnina í fermingunni. Í fermingunni staðfestir barnið skuldbindingu foreldra og guðfeðgina í skírnarathöfninni ef það svo kýs. Þar með er skírnin afturkræf aðgerð, gagnstætt umskurðinum.
Ef Drottinn hefði gert það að skilyrði í sáttmálanum sem hér um ræðir, að skera skyldi eyrnasnepil af drengjum innan 8 daga frá fæðingu, væri það gert enn í dag?
Hver veit?
Ekki ég, enda á ég oft í braski með að skilja samferðafólk mitt á þessari jörð.
............................................
Fyrsta Mósebók 17. kafli
Er Abram var níutíu og níu ára gamall, birtist Drottinn honum og sagði: "Ég er Almáttugur Guð. Gakk þú fyrir mínu augliti og ver grandvar, þá vil ég gjöra sáttmála milli mín og þín, og margfalda þig mikillega."
Þá féll Abram fram á ásjónu sína, og Guð talaði við hann og sagði: "Sjá, það er ég, sem hefi gjört við þig sáttmála, og þú skalt verða faðir margra þjóða. Því skalt þú eigi lengur nefnast Abram, heldur skalt þú heita Abraham, því að föður margra þjóða gjöri ég þig. Og ég mun gjöra þig mjög frjósaman og gjöra þig að þjóðum, og af þér skulu konungar koma. Og ég gjöri sáttmála milli mín og þín og þinna niðja eftir þig, frá einum ættlið til annars, ævinlegan sáttmála: að vera þinn Guð og þinna niðja eftir þig. Og ég mun gefa þér og niðjum þínum eftir þig það land, sem þú nú býr í sem útlendingur, allt Kanaanland til ævinlegrar eignar, og ég skal vera Guð þeirra."
Guð sagði við Abraham: "Þú skalt halda minn sáttmála, þú og niðjar þínir eftir þig, frá einum ættlið til annars. Þetta er minn sáttmáli, sem þér skuluð halda, milli mín og yðar og niðja þinna eftir þig: Allt karlkyn meðal yðar skal umskera.
Yður skal umskera á holdi yfirhúðar yðar, og það sé merki sáttmálans milli mín og yðar.
Átta daga gömul skal öll sveinbörn umskera meðal yðar, ættlið eftir ættlið, bæði þau, er heima eru fædd, og eins hin, sem keypt eru verði af einhverjum útlendingi, er eigi er af þínum ættlegg.
Umskera skal bæði þann, sem fæddur er í húsi þínu, og eins þann, sem þú hefir verði keyptan, og þannig sé minn sáttmáli í yðar holdi sem ævinlegur sáttmáli.
En óumskorinn karlmaður, sá er ekki er umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar, hann skal upprættur verða úr þjóð sinni. Sáttmála minn hefir hann rofið."
Guð sagði við Abraham: "Saraí konu þína skalt þú ekki lengur nefna Saraí, heldur skal hún heita Sara.
Og ég mun blessa hana, og með henni mun ég einnig gefa þér son. Og ég mun blessa hana, og hún skal verða ættmóðir heilla þjóða, hún mun verða ættmóðir þjóðkonunga."
Þá féll Abraham fram á ásjónu sína og hló og hugsaði með sjálfum sér: "Mun hundrað ára gamall maður eignast barn, og mun Sara níræð barn ala?"
Og Abraham sagði við Guð: "Ég vildi að Ísmael mætti lifa fyrir þínu augliti!"
Og Guð mælti: "Vissulega skal Sara kona þín fæða þér son, og þú skalt nefna hann Ísak, og ég mun gjöra sáttmála við hann sem ævinlegan sáttmála fyrir niðja hans eftir hann. Og að því er Ísmael snertir hefi ég bænheyrt þig. Sjá, ég mun blessa hann og gjöra hann frjósaman og margfalda hann mikillega. Tólf þjóðhöfðingja mun hann geta, og ég mun gjöra hann að mikilli þjóð.
En minn sáttmála mun ég gjöra við Ísak, sem Sara mun fæða þér um þessar mundir á næsta ári."
Og er Guð hafði lokið tali sínu við Abraham, sté hann upp frá honum.
Þá tók Abraham son sinn Ísmael og alla, sem fæddir voru í hans húsi, og alla, sem hann hafði verði keypta, allt karlkyn meðal heimamanna Abrahams, og umskar hold yfirhúðar þeirra á þessum sama degi, eins og Guð hafði boðið honum.
Abraham var níutíu og níu ára gamall, er hann var umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar.
Og Ísmael sonur hans var þrettán ára, er hann var umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar.
Á þessum sama degi voru þeir umskornir Abraham og Ísmael sonur hans,
og allir hans heimamenn. Bæði þeir, er heima voru fæddir, og eins þeir, sem verði voru keyptir af útlendingum, voru umskornir með honum.
Er Abram var níutíu og níu ára gamall, birtist Drottinn honum og sagði: "Ég er Almáttugur Guð. Gakk þú fyrir mínu augliti og ver grandvar, þá vil ég gjöra sáttmála milli mín og þín, og margfalda þig mikillega."
Þá féll Abram fram á ásjónu sína, og Guð talaði við hann og sagði: "Sjá, það er ég, sem hefi gjört við þig sáttmála, og þú skalt verða faðir margra þjóða. Því skalt þú eigi lengur nefnast Abram, heldur skalt þú heita Abraham, því að föður margra þjóða gjöri ég þig. Og ég mun gjöra þig mjög frjósaman og gjöra þig að þjóðum, og af þér skulu konungar koma. Og ég gjöri sáttmála milli mín og þín og þinna niðja eftir þig, frá einum ættlið til annars, ævinlegan sáttmála: að vera þinn Guð og þinna niðja eftir þig. Og ég mun gefa þér og niðjum þínum eftir þig það land, sem þú nú býr í sem útlendingur, allt Kanaanland til ævinlegrar eignar, og ég skal vera Guð þeirra."
Guð sagði við Abraham: "Þú skalt halda minn sáttmála, þú og niðjar þínir eftir þig, frá einum ættlið til annars. Þetta er minn sáttmáli, sem þér skuluð halda, milli mín og yðar og niðja þinna eftir þig: Allt karlkyn meðal yðar skal umskera.
Yður skal umskera á holdi yfirhúðar yðar, og það sé merki sáttmálans milli mín og yðar.
Átta daga gömul skal öll sveinbörn umskera meðal yðar, ættlið eftir ættlið, bæði þau, er heima eru fædd, og eins hin, sem keypt eru verði af einhverjum útlendingi, er eigi er af þínum ættlegg.
Umskera skal bæði þann, sem fæddur er í húsi þínu, og eins þann, sem þú hefir verði keyptan, og þannig sé minn sáttmáli í yðar holdi sem ævinlegur sáttmáli.
En óumskorinn karlmaður, sá er ekki er umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar, hann skal upprættur verða úr þjóð sinni. Sáttmála minn hefir hann rofið."
Guð sagði við Abraham: "Saraí konu þína skalt þú ekki lengur nefna Saraí, heldur skal hún heita Sara.
Og ég mun blessa hana, og með henni mun ég einnig gefa þér son. Og ég mun blessa hana, og hún skal verða ættmóðir heilla þjóða, hún mun verða ættmóðir þjóðkonunga."
Þá féll Abraham fram á ásjónu sína og hló og hugsaði með sjálfum sér: "Mun hundrað ára gamall maður eignast barn, og mun Sara níræð barn ala?"
Og Abraham sagði við Guð: "Ég vildi að Ísmael mætti lifa fyrir þínu augliti!"
Og Guð mælti: "Vissulega skal Sara kona þín fæða þér son, og þú skalt nefna hann Ísak, og ég mun gjöra sáttmála við hann sem ævinlegan sáttmála fyrir niðja hans eftir hann. Og að því er Ísmael snertir hefi ég bænheyrt þig. Sjá, ég mun blessa hann og gjöra hann frjósaman og margfalda hann mikillega. Tólf þjóðhöfðingja mun hann geta, og ég mun gjöra hann að mikilli þjóð.
En minn sáttmála mun ég gjöra við Ísak, sem Sara mun fæða þér um þessar mundir á næsta ári."
Og er Guð hafði lokið tali sínu við Abraham, sté hann upp frá honum.
Þá tók Abraham son sinn Ísmael og alla, sem fæddir voru í hans húsi, og alla, sem hann hafði verði keypta, allt karlkyn meðal heimamanna Abrahams, og umskar hold yfirhúðar þeirra á þessum sama degi, eins og Guð hafði boðið honum.
Abraham var níutíu og níu ára gamall, er hann var umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar.
Og Ísmael sonur hans var þrettán ára, er hann var umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar.
Á þessum sama degi voru þeir umskornir Abraham og Ísmael sonur hans,
og allir hans heimamenn. Bæði þeir, er heima voru fæddir, og eins þeir, sem verði voru keyptir af útlendingum, voru umskornir með honum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli