Héraðsskjalasafn Árnessýslu. Ljósmyndari Tómas Jónssson |
Það er með þessa ferð eins og svo margt annað úr fortíð minni, sem er fallið í gleymskunnar dá, allavega geymt í einhverju hólfi í heilabúinu, sem mögulega opnast eftir mörg, mörg ár. Ég reikna með að Pétur muni þetta allt í smátriðum. En ég á nokkrar myndir.
Ég þykist viss um, að á þessum tíma hafi ég verið búinn að eignast Kodak Instamatic myndavél, og hef metið það svo, að þetta ferðalag yrði svo merkilegt, að ég yrði að splæsa í slæds-filmu. Myndirnar sem ég síðan fann áratugum seinna voru þeirrar gerðar og nokkrar þeirra þess eðlis að þeim var við bjargandi og ég fór í þann leiðangur að reyna mitt besta til að þær gætu orðið minnig um þessa merku ferð.
Ég veit að ljósmyndasafn Héraðsskjalasafns Ásnessýslu, geymir mikið af myndum úr ferðinni, flestar sýnist mér Tómas Jónsson hafi tekið.
En ég á mínar myndir, og kem þeim kannski á Héraðsskjalasafnið sem greiðslu fyrir notkun einu myndarinnar af mér úr þessari ferð, en hana tók Tómas Jónsson (sjá efst).
Eðlilega var myndum ekki spreðað á hvað sem var í þessari ferð, enda slæds-filmur og framköllun á þeim dýr. Það er því skemmtilegra að velta fyrir sér hvað unglingnum, mér, þótta hvað merkilegast myndefni.
Ég læt myndirnar tala hér fyrir neðan, en það er þetta með ungmennafélagsandann, sem hefur heldur látið á sjá, í tímanna rás. Mig grunar, að í þessari ferð, hafi hann birst mér í sinni tærustu mynd. HSK-rúturnar liðuðust eftir malarvegunum norðurleiðina, með her Héraðssambandsins Skarphéðins innanborðs. Hann var á leið í stríð, þar sem allt skyldi lagt í sölurnar fyrir sambandið. Þarna var fólk sem stefndi allt að sama marki: að lyfta sigurlaunum í mótslok og svo fór að HSK stóð uppi sem stigahæsta liðið. Einhvern veginn minnir mig, að á þessum mótum hafi hættulegasti andstæðingurinn verið UMSK.
Ekki meira um það, enda færi ég þá bara að bulla, eða vitna í fréttir dag blaða á timarit.is. Hér eru myndirnar sem mér tókst að bjarga:
Þuríður Jónsdóttir og Jón "sterki" Guðlaugsson merkja HSK-tjaldið |
Jón "hlaupari" Sigurðsson frá Úthlíð. Einn merkasti fulltrúi Tungnamanna. |
Mótssetning. Fremst er Tómas Jónsson, sem hljóp þvers og kruss með myndavélina. |
Gengið til mótssetningar. Glæsilegur var hópurinn, í einkennisbúningum sínum. |
Stefán Jónsson, fréttamaður (pabbi hans Kára) að taka viðtal við Hafstein Þorvaldsson |
Tjaldbúðir HSK |
Það var safnast saman á kvöldin og farið yfir afrek dagsins, sungið og leikið. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli