28 maí, 2021

Laugarás: leigulóðir 1953

Árið 1953, þegar tæpir sex mánuðir voru til þess tíma er ég hóf vegferð mína um veröldina fyrsta sinni, skilaði Skipulagsstjóri ríkisins, Zophonías Pálsson af sér teikningu af Laugarási, sem sýnir þær lóðir sem þá höfðu verið teknar á leigu. Lóðirnar eru númeraðar frá 1 - 12 í þeirri röð sem þeim var úthlutað. Þarna var hafin bygging brúarinnar á Hvítá, en enn nokkur ár í að smíðinni lyki. Knútur Kristinsson var héraðslæknir. Stefán Diðriksson á Minni-Borg var formaður oddvitanefndarinnar og árið áður voru fyrstu sumabörnin í Krossinum. Sex ára Ásta og 4 ára Sigrún Skúladætur dönsuðu um Hveratúnshektarann og biðu bróðurins í ofvæni.
Þetta ár fékk Guðmundur Einarsson frá Iðu (bróðir Sigurbjörns biskups) lóð 12 og Guðmundur Indriðason fékk lóð til nýbýlisstofnunar, Einar Ólafsson fékk annað land en það sem hann fékk síðan, Skúli Magnússon fékk leyfi til að veðsetja Hveratún.
Á teikningunni má sjá þrjá hveri. Hildarhver nyrst, næst honum Draugahver og talsvert þar fyrir sunnan Bæjarhver. Þarna var fjós og hlaða rétt norðan gamla læknisbústaðarins þar sem Jens og Matthildur búa nú. Þá lá heimreiðin að Sólveigarstöðum gegnum Hverstúnslóðina.

Ýmislegt orðið með öðrum hætti.
Rétt er að taka það fram að ég teiknaði upp teikningu skipulagsstjórans og skrifaði inn á hana.

Engin ummæli:

Ég hafði val (óður til eldri borgara) (1)

Ég veit það vel, að aldur er afstæður og hef reynt það á eigin skinni, að mat mitt á eigin aldri og því sem honum fylgir er ekki alltaf hárn...