Í Norðurljósasal Hörpu fékk ég að upplifa óperusýningu í gærkvöld. Þar sem ég er einn þeirra sem þurfa helst að hafa heyrt óperutónlist nokkrum sinnum áður, til að fá verulega mikið út úr henni, hafði ég ekkert sérlega miklar væntingar fyrirfram, svo sem, utan auðvitað að fá að sjá og heyra son minn, tenórinn í óperuhlutverki. Þau hlutverk ættu raunar að vera miku fleiri og missir fyrir íslenskt tónlistarlíf að kraftar hans séu ekki nýttir betur.
Fídelío er ekki meðal þeirra tónverka sem ég hafði áður kynnst, en afskaplega var þarna um að ræða skemmtilega upplifun. Þar kemur ýmislegt til:
- söngvararnir skiluðu hlutverkum sínum hver öðrum betur.
- óhefðbundin, afslöppuð uppsetningin fangaði mig alveg frá fyrsta tóni.
- sjö manna hljómsveitin stóð heldur betur fyrir sínu.
- ofurskemmtilegur útúrdúr undir lokin, sem enginn átti von á, varpaði skæru ljósi á stöðu og aðstæður íslensks tónlistarfólks.
Þessa sýningu ætti fólk að sjá, en því miður er bara sýning í kvöld og síðan ekki söguna meir, hér á landi, í það minnsta.
Takk fyrir mig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli