18 apríl, 2011

Jákvætt viðhorf


Ekki skil ég í því fólki sem bölvar því að enn skuli snjóa - það sé kominn miður apríl og vorblíða eigi að vera farin að einkenna veðurfarið.
Þessu er ég ósammála að ýmsu leyti.
Vorinu fylgir ýmislegt sem mér finnst að geti verið gott að eiga inni til síðari tíma. Hér má til dæmis nefna það sem ég lét út úr mér í dag:


"Og ég sem var búinn að hugsa mér að fara að klippa trjágróðurinn, Æ, æ:"

Viðbrögð fD voru þessi:


"Já, það er nú lágmarkið að það sé ekki snjór. Það er bara spáð svona fram yfir páska!"

Já, blessaður snjórinn.
Skrifa ummæli

Baldur - ungmennafélagsandríki og tengiskrift.

Á héraðsskjalasafninu á Selfossi er að finna ýmislegt. eins og nærri má geta, því þar er um að ræða héraðsskjalasafn.  Þarna hefur fólk ve...