18 apríl, 2011
Jákvætt viðhorf
Ekki skil ég í því fólki sem bölvar því að enn skuli snjóa - það sé kominn miður apríl og vorblíða eigi að vera farin að einkenna veðurfarið.
Þessu er ég ósammála að ýmsu leyti.
Vorinu fylgir ýmislegt sem mér finnst að geti verið gott að eiga inni til síðari tíma. Hér má til dæmis nefna það sem ég lét út úr mér í dag:
"Og ég sem var búinn að hugsa mér að fara að klippa trjágróðurinn, Æ, æ:"
Viðbrögð fD voru þessi:
"Já, það er nú lágmarkið að það sé ekki snjór. Það er bara spáð svona fram yfir páska!"
Já, blessaður snjórinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
It's only words ...
Við erum mörg reið og það hvílir á okkur einhver óviðráðanlegur þungi. Við upplifum vonleysi og varnarleysi. Við reynum að skilja hvernig he...

-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
50 ára stúdentar, 2024 Maður áttar sig ekki endilega á því, meðan einhverjar aðstæður eru fyrir hendi, hvort þær hugsanlega muni skipta máli...
-
Við Jósefína kenndum saman í Reykholtsskóla við upphaf 9. áratugarins, þegar ég var að stíga fyrstu skref mín sem kennari og það gekk allave...
Vorið kemur, vorið fer
SvaraEyðavetur hrellir góða Dröfn
Trjáklippingin tefst nú hér
en tel þó komast mun' í höfn.
Hirðkveðill yrkir um trjáklippingatafir í Kvistholti.
Vísan átti að vera um Pá, (l)
SvaraEyðasem veður láta bíða
að klippa tré svo köld og grá
Ja, karlinn fær að líða ;)
Hirðkveðill yrkir aðra vísu í staðinn því hann misskildi skrifelsið.
Nagli á höfuð :)
SvaraEyða