18 apríl, 2011

Jákvætt viðhorf


Ekki skil ég í því fólki sem bölvar því að enn skuli snjóa - það sé kominn miður apríl og vorblíða eigi að vera farin að einkenna veðurfarið.
Þessu er ég ósammála að ýmsu leyti.
Vorinu fylgir ýmislegt sem mér finnst að geti verið gott að eiga inni til síðari tíma. Hér má til dæmis nefna það sem ég lét út úr mér í dag:


"Og ég sem var búinn að hugsa mér að fara að klippa trjágróðurinn, Æ, æ:"

Viðbrögð fD voru þessi:


"Já, það er nú lágmarkið að það sé ekki snjór. Það er bara spáð svona fram yfir páska!"

Já, blessaður snjórinn.

3 ummæli:

  1. Vorið kemur, vorið fer
    vetur hrellir góða Dröfn
    Trjáklippingin tefst nú hér
    en tel þó komast mun' í höfn.

    Hirðkveðill yrkir um trjáklippingatafir í Kvistholti.

    SvaraEyða
  2. Vísan átti að vera um Pá, (l)
    sem veður láta bíða
    að klippa tré svo köld og grá
    Ja, karlinn fær að líða ;)

    Hirðkveðill yrkir aðra vísu í staðinn því hann misskildi skrifelsið.

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...