02 júlí, 2011

Varptíminn er líklega liðinn, en......

....það er nú samt hægt að líta svo á, ef maður er sæmilega víðsýnn, að það sé alltaf réttur tími fyrir fuglahús.

Hér var fjallað um það þegar efri hlutinn á heldur háu grénitré var fjarlægður fyrr í vor. Síðan hefur það sem eftir er af trjástofninum beðið eftir einhverju viðeigandi hlutverki og í því sambandi var því meira að segja varpað fram af nokkurri alvöru að ÉG tæki mig til út byggi til úr stofninum svokallaða TÓTEM- súlu, sambærilega við þær sem frumbyggjar Ameríku eru þekktir fyrir, en eins og þá sem Gunni Tomm skar út fyrir allmörgum árum og sem stendur niðri við veg.

Ekki hefur mér enn tekist að koma þessari hugmynd nægilega vel fyrir í hugskoti mínu til að hefjast handa við trjáskurðinn, en hugur fD hélt áfram að vinna að lausn trjástofnsmálsins.

Þannig háttar til hjá fjölmörgum fjölskyldum víða um land, að hluti af grunnskólanámi barnanna felst í því að búa ýmislegt til, því það er sannarlega mikilvægt að nemendur reyni fyrir sér við handverk ekki síður en bóklestur.  Svona háttaði einnig til hér. Ýmsir munir urðu til á grunnskólaárum fjögurra barna. Ekki ímynda ég mér annað en þessir hlutir hafi einhvernveginn orðið kyrrir hér í Kvistholti þegar ungarnir flugu úr hreiðrinu (það eru margir hlutir til í Kvistholti).

Þannig er það með fuglahúsið.


Hér er á ferðinni heilmikil völundarsmíð úr vatnsheldum krossviði, opnanlegu þaki, og sérlega haganlega hugsaðri þakfestingu, Þá er húsið málað með gullbronsi. Þar sem eigandi hússins kaus að flytja þetta fína fuglahús ekki með sér til höfuðborgarinnar, Perth, Oslóar og Álaborgar, til að veita fuglum þessara staða á jarðarkringlunni skjól, þá ákváðu íbúar geymslusvæðisins í Kvistholti að nýta húsið til að efla og styrkja fuglasöng og fjaðrafok í næsta nágrenni, næsta vor.
Að öðru leyti bíður afskorinn trjástofninn þess að hugmynd að umbreytingu í tótemsúlu ljósti niður í höfuð tilvonandi útskurðarmeistarans.
Skrifa ummæli

Baldur - ungmennafélagsandríki og tengiskrift.

Á héraðsskjalasafninu á Selfossi er að finna ýmislegt. eins og nærri má geta, því þar er um að ræða héraðsskjalasafn.  Þarna hefur fólk ve...